- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þann 8. febrúar var frumsýnt á Laugum í Reykjadal sameiginlegt kynningarmyndband SamNor-framhaldsskólanna og myndbönd hvers skóla. Þau eru unnin í samstarfi og með styrk frá SSNE, sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Markmiðið með þessari kynningarherferð er að draga fram kosti svæðisins í heild og sýna hversu öflugt skólasvæðið er og þá fjölbreyttu möguleika sem í boði eru til framhaldsskólanáms.
Nemendur í hverjum skóla segja frá styrkleikum skólanna og kostum þess að búa út á landi. Í myndböndunum öllum vakti það sérstaka athygli gesta hversu vel nemendur úr öllum skólunum töluðu um skólana sína, námið þar og ekki síst kennarana sína.
Nokkrir nemendanna sem eru í myndböndunum, fulltrúar frá SSNE og framhaldsskólanna komu saman á Laugum í fallegu vetrarveðri, horfðu á öll myndböndin og nutu gestrisni Laugamanna.
SamNor-skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Það er greinilegt að blómlegt og fjölbreytt skólastarf er á Norðausturlandi og tækifærin mörg til náms. Það var líka samdóma álit allra að samstarf þessara skóla væri dýrmætt og sóknarfærin mörg.