- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stjórnarskipti voru í Hugin, skólafélagi MA í dag. Stjórn Óla Dags Valtýssonar tók þá við af stjórn Axels Inga Árnasonar.
Stjórnarskiptin fóru fram í Kvosinni í 2. kennslustund. Fráfarandi stjórn kallaði til sín fjölmarga nemendur, sem hafa öðrum fremur sett svip sinn á eða lagt hönd á plóg við félagslífið í vetur og sömuleiðis marga starfsmenn. Þakkaði gamla stjórnin aðstoðina með blómum og myndum. Að þessu loknu fóru fram hefðbundin stjórnarskipti og nýr formaður hringdi skólabjöllunni til marks um að hann hefði tekið við starfinu inspector scholae. Skólameistari Jón Már Héðinsson þakkaði loks fráfarandi stjórn starfið í vetur og veitti stjórnarliðunum silfurugluna að launum.