- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í morgun fóru fram stjórnarskipti í Kvosinni. Þá kveður fráfarandi stjórn skólafélagsins Hugins með stuttum ræðum og býður nýja stjórn velkomna með því að afhenda þeim, einu af öðru, ýmsa muni m.a. furðulega hluti sem fylgja hverju embætti, skipulagsmöppur og lykla. Skólameistari veitti fráfarandi stjórn silfuruglu skólans í þakklætisskyni fyrir góð störf og samstarf.
Þá þakkaði fráfarandi stjórn nemendum öllum fyrir mjög góða þátttöku í félagslífinu á skólaárinu og hvatti þá til að taka áfram virkan þátt og setja þannig sinn svip á skólabraginn. Þetta er jafnan hjartnæm stund, falleg og nokkuð tregafull og engin breyting varð á í þetta sinn. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.
Nýja stjórn skipa:
Forseti: Birgir Orri Ásgrímsson
Varaforseti: Þorsteinn Jakob Klemenzson
Gjaldkeri: Þura Björgvinsdóttir
Ritari: Dögun Hallsdóttir
Skemmtanastjóri: Sölvi Jónsson
Meðstjórnandi: Natalía Hrund Baldursdóttir
Markaðsstjóri: Telma Ósk Þórhallsdóttir
Forseti hagsmunaráðs: Marey Dóróthea Maronsd. Olsen