- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stjörnu-Odda-félagið boðar til fundar í stofu M8 í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 11. maí klukkan 16. Öllum áhugamönnum um stjörnurnar á himninum er boðið að koma á fundinn.
Dagskrá:
1. SKIPULAG ALHEIMSINS: Umræður um bók með þessu nafni (The Grand Design, 2010, á frummálinu) eftir Stephen Hawking og Leonard Mlodinow, sem kom út í íslenskri þýðingu 2011. Enginn framsögumaður er ákveðinn og orðið því frjálst um „uppruna og eðli alheimsins“. Eldri bækur um heimsgátuna eru enn áhugaverðar:
2. Rætt um félagsstarfið og nýlegar fréttir úr himingeimnum: http://www.stjornufraedi.is/
3. Minnt á aðalfund félagsins, sem er fyrirhugaður 25. maí.
Bjóðum ykkur velkomin á þennan fund, sem er öllum opinn. [Gjörið svo vel að láta fundarboðið berast.]
Gengið er inn af bílastæði Heimavistar MA um norðurdyr Möðruvalla í stofu M8.
Stjórnin