Stöðupróf í pólsku (allt að 20 framhaldsskólaeiningar) verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 4. mars klukkan 16:30.

Skráning fer fram á heimasíðu skólans og þarf að skrá sig ekki síðar en 27. febrúar. Prófgjald er kr. 20.000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning: 0513-26-14040, kt. 6502760359. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á gudnyrun@kvenno.is.

Nemendur á landsbyggðinni geta óskað eftir því að taka prófið í heimabyggð, nánari upplýsingar hjá Ásdísi aðstoðarskólameistara asdisa@kvenno.is