- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær fór fram íshokkíleikur hér á Akureyri á milli erkifjendanna í SA og SR. Sem kunnugt er spilar Ingvar Þór Jónsson, stærðfræðikennari í MA með SA. Þótti samkennurum hans kominn tími til að fara á leik og styðja við bakið á kappanum. Alls mættu 15 manns á leikinn undir leiðsögn og forystu Einars Sigtryggssonar kennara og reynds íþróttafréttamanns, og skemmtu þeir sér vel þrátt fyrir 2-6 tap SA.
Ingvar var fenginn í myndatöku eftir leik með hluta hópsins. Aðrir þurftu að fara snemma heim til að sinna börnum og raska ekki svefntíma sínum. Framundan er úrslitakeppnin í íshokkí og standa vonir til að enn fleiri muni mæta til að styðja Ingvar og félaga í baráttunni um gulið.
Myndir sem fylgja tóku Sigurgeir Haraldsson og Þórir Tryggvason.