Stúdentar 2012
Stúdentar 2012

Á vef Menntaskólans á Akureyri er nú komin skrá yfir alla sem brautskráðir hafa verið frá skólanum með stúdentspróf. Skráin nær allt frá árinu 1927 til 2012, en fyrstu árin, áður en skólinn varð formlega menntaskóli árið 1930, voru stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Reykjavík, nemendur sem voru við nám sitt hér fyrir norðan þurftu að fara suður til að taka prófin.

Þessi stúdentaskrá á ma.is er eftir árum. Ef smellt er á stúdentsár kemur upp listi yfir þá sem þá voru brautskráðir, en einnig kemur fram fæðingardagur þeirra og fæðingarstaður. Hópmynd er efst á sumum listunum og stafnt er að því að bæta við myndum smátt og smátt. Skráin er undir hnappnum Skólatorg - Gamlir MA-stúdentar