- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Opnað hefur verið fyrir INNU. Nemendur geta þar með séð stundatöflu sína og bókalista. Fjöldatakmörk í hverju húsi munu setja okkur nokkuð þröngar skorður og því aðeins hægt að taka á móti hluta nemenda í einu. Fyrstu vikurnar verður áhersla á að nýnemar komist í skólann, öðrum bekk verður þrískipt og kemur hann því 3ja hvern dag í skólann. Þriðji bekkur verður minnst í skólanum fyrst um sinn, væntanlega aðeins einn dag í einu en annars í fjarnámi.
1.og 2. bekkur hittir umsjónarkennara 26. ágúst og daginn eftir hefst kennsla í 1. bekk og 1/3 af 2. bekk. Nemendur í 3. bekk byrja í fjarnámi en koma í skólann 1. september. Mögulega verður hægt að skipuleggja umsjónarfund fyrir þann tíma.
Búið er að senda póst til nemenda og forráðamanna.
Nánara skipulag verður svo sent út öðru hvorum megin við helgina og vonandi hægt að fjölga kennsludögum/nemendum í skólanum áður en langt um líður.