Þann 17. júní 2013 var úthlutað úr Uglunni, hollvinasjóði MA í þriðja sinn. Sjóðurinn var stofnaður af 25 ára stúdentum 2009, til þess m.a. að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi og er ætlaður bæði nemendum og kennurum. Umsóknarfrestur er 30. apríl ár hvert.

Það var Kristín Sólveig Bjarnadóttir fulltrúi 25 ára stúdenta sem tilkynnti um þau fimm verkefni sem hljóta styrki í ár en sex umsóknir bárust sjóðnum.

  • Arnar Már Arngrímsson og Sigríður Steinbjörnsdóttir fá styrk til að halda fjögurra daga námskeið til að vekja lestraráhuga nýnema í upphafi annar.
  • Guðjón Andri Gylfason fær styrk til að búa til kennslumyndbönd fyrir speglaða kennslu í efnafræði.
  • Guðjón Andri Gylfason fær styrk til framleiðslu á kennsluefni á stafrænu formi í efnafræði.
  • Hrefna Torfadóttir, fyrir hönd enskudeildar, fær styrk til að útbúa málfræðihefti fyrir 1. bekk.
  • Sverrir Páll fær styrk til að snara Gylfaginningu Snorra Sturlusonar yfir á nútímamál.