Nemendur í lífsleikni í 4. bekk standa fyrir tónleikum í Kvosinni á miðvikudagskvöld til styrktar skólastarfi í stríðshrjáðum löndum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og aðgengseyrir er 1000 krónur.

Á tónleikunum koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir, Hundur í óskilum, Pálmi Gunnarsson og Magni Ásgeirsson auk Margrétar Unnarsdóttur, Guðrúnar Veturliðadóttur og hljómsveitar nemenda MA. Allir listamennirnir gefa vinnu sína og ágóða af miðsölu og veitingasölu verður veitt óskiptum til Barnaheilla, sem styðja skólagöngu barna í stríðslöndum á borð við Afganistan, Kambódíu og Úganda.

.