Nemendur í þróunarlandafélagsfræði beita ýmsum aðferðum til að safna fé til styrktar skólahaldi fyrir fátæk börn í þróunarlöndum. Meðal annars er vídeókvöld núna á miðvikudag.

Klukkan 20:00 á miðvikudagskvöld verður því vídeókvöld í Kvos Menntaskólans á Akureyri. Sýnd verður stórskemmtileg mynd um gæludýralögguna Ace Ventura (II) og er aðgangseyrir 500 krónur. Innifalið í verðinu eru pizzur og gos.  Aðgangseyririnn rennur óskertur til fátæks fólks í Mósambík, nemendur styrkja barnaheimili þar.

Það eru nemendur í 2. bekk í þróunarlandafélagsfræði sem standa fyrir vídeókvöldinu og þess má geta að á laugardaginn sem leið var hópurinn með bingó í sama skyni þar sem um 170 manns mættu. Þá söfnuðust yfir 165 þúsund krónur.

.