Guðjón Andri Gylfason
Guðjón Andri Gylfason

Guðjón Andri Gylfason efnafræðikennari er í hópi 38 af 162 sem hlýtur styrk til námsefnisgerðar frá Þróunarsjóði námsgagna á vegum Rannís. Styrkurinn er veittur til að vinna að kennslubók í efnafræði, sem Andri kallar Hinn kviki efnisheimur.  Áður hefur Andri hlotið styrk úr sjóðum Rannís, til að vinna að kennslubókinni Töfrar efnafræðinnar, sem hefur verið í tilraunakennslu á þessu skólaári og kemur formlega út á næstu vikum. Nýja bókin verður tekin til tilraunakennslu næsta vetur.

Andri hefur auk þess að setja saman nýjar kennslubækur unnið ötullega að nýjum og fjölbreyttum aðferðum við miðlun kennsluefnis og er í hópi þeirra sem hafa rutt brautina í speglaðri kennslu í efnafræði, sem hentar sumum nemendum betur en hefðbundnari aðferðir.