- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólaárinu er að ljúka þessa dagana. Hefðbundnum prófum lauk 31. maí en í þessari viku hefur verið boðið upp á endurtökupróf. Síðasti starfsdagur kennara fyrir sumarfrí er 11. júní og lýkur með starfsmannafundi þann dag.
Skóla verður slitið með hefðbundnum hætti 17. júní í Íþróttahöllinni og hefst athöfnin klukkan 9:30. Þetta er í síðasta sinn sem brautskráðir eru stúdentar úr fjórða bekk og fyrsti hópurinn úr þriðja bekk, stúdentahópurinn er því tvöfaldur að þessu sinni. Strax að lokinni brautskráningu verða myndatökur; byrjað verður á að taka árgangamynd í þriðja bekk en á meðan verða bekkjarmyndatökur í fjórða bekk í Kvosinni og svo verður víxlað.
Skólinn verður opinn 17. júní fyrir gesti og gangandi milli kl. 12 og 15. Hægt verður að skoða ýmis verkefni nemenda í H9, líta upp á loft í Gamla skóla og virða fyrir sér listaverk skólans svo eitthvað sé nefnt og einnig er hægt að fá sér kaffisopa.
Afmælisstúdentar munu flykkjast til Akureyrar og gleðjast á tímamótum með ýmsu móti, meðal annars MA-hátíðinni í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní. Á sama stað verður að vanda veisla nýstúdenta og fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans að kvöldi 17. júní. Höllin verður opnuð kl. 18:30 og borðhald hefst 19:30. Um 22:30 heldur síðan hinn óvenju stóri hópur nýstúdenta í miðbæinn og marserar þar.
Innritun nemenda í fyrsta bekk á komandi skólaári stendur yfir og um miðja næstu viku mun liggja fyrir hve margir verða í fyrsta bekk skólaárið 2019-2020.