MA býður faðminn
MA býður faðminn

Nýnemum hafa verið send bréf með fyrstu upplýsingum um skólavist. Skólinn verður lokaður frá 29. júní til 10. ágúst. Nýtt skólaár hefst  með skólasetningu 13. september.

Lokað í sumarleyfi
Menntaskólinn á Akureyri verður lokaður frá 29. júní til 10. ágúst. Þá verður þó svarað í síma 455 1555 á skrifstofutíma en engin afgreiðsla verður á þessum tíma, afritun skírteina og þess háttar.

Um nýnema
Nýnemum hafa verið send bréf með fyrstu upplýsingum um skólavist. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um gjöld sem greiða þarf fyrir tilsettan tíma. Nýnemar frá annað bréf frá skólanum um mánaðamót ágúst - september með nánari upplýsingum. Með því bréfi fá þeir netfang, aðgang að Innu, skráningarkerfi einkunna og fjarvista, og fleira.

Um gjöld til skólans
Öll gjöld til skólans eru á gjalddaga 10. júlí en eindaga 17. júlí. Mikilvægt er að allir nemendur standi skil á þessum greiðslum.

Skólasetning
Skóli verður settur sunudaginn 13. september og hefst þar með skólaárið 2009-2010, sjá skóladagatal.

Stöðupróf
Stöðupróf verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 12. - 14. ágúst (sjá www.mh.is). Nemendur MA og VMA sem hafa áhuga á að taka prófin í MA geta skráð sig í síma 455-1555 eða á ma@ma.is. Prófgjald er 3500 krónur auk 1000 króna fyrir þá sem taka prófið á Akureyri.

.