- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sólardagarnir það sem af er sumri hafa verið kaldir en í gær tók að hlýna. Þá brugðu myndlistarnemar sér út í sólskinið en nemendur í TÓM 103 héldu rave-samkomu í íþróttahúsinu um kvöldið. Í dag eru svo kosningar til helstu embætta í félagslífinu og að því tilefni grillar gamla stjórnin ásamt helstu aðstandendum sínum pylsur handa nemendum í hádeginu. Ný stjórn tekur við völdum á morgun.
Myndlistarnemarnir undu sér vel með litaspjöldin sín og strigana við styttuna af Stefáni fyrrum skólameistara og Stefán Erlingsson tók nokkrar myndir af þeim. Hann var einnig á Rave-dansveislunni í íþróttahúsinu um kvöldið og tók þessar litríku ljósamyndir. Svp brá sér svo í "röðina" við pylsugrillið í hádeginu í dag.