- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Undanfarnir októberdagar hafa verið sannkallaður sumarauki, og var ekki vanþörf á eftir þá örfáu sumardaga, sem voru hér á Norðurlandi þetta árið. Haustlitirnir, sólskinið, lognið að ógleymdum ótrúlegum norðurljósasýningum kvöld eftir kvöld - allt þetta bætir tilveruna.
Stjórn skólafélagsins Hugins þótti rétt að nota tækifærið til að ganga út fyrir skóladyr og bauð upp á pylsur í skotinu sunnan við Skólatorgið og þar voru enn einhverjir og nutu veðursins þegar myndasmiður átti leið hjá. Og svo var kominn í heimsókn hópur fólks til að eiga hraðstefnumót við nemendur í 3. bekk á tungumálalínu.