- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sumarið er komið, nemendur og kennarar farnir á brott. Skrifstofur verða opnar til loka júní en eftir það verða iðnaðarmenn að störfum í öllum skólahúsunum.
Meðal fjölmargra verkefna í sumar eru að í Gamla skóla verður endurnýjaður stiginn í innganginum að norðanverðu, gluggum í kjallara breytt og gerðar þar flóttaleiðir og lokið við að mála ganga á efri hæð. Á Hólum verður meðal annars unnið að því að endurnýja loftklæðningar og Hólar verða málaðir utan, með tilheyrandi múrviðgerðum. Í Íþróttahúsi MA er meðal annars unnið að því að endurnýja búningsklefa og böð. Á Möðruvöllum verða endurbættar kennslustofur og snyrtingar á efri hæðum svo og inngangur í félagsaðstöðu nemenda í kjallara. Þá verður unnið að því að rifa brott gamla losftræstikerfið og loka eldveggjum.
Þetta er ekki tæmandi upptalning, en augljóst að mikið líf verður í skólahúsunum þótt nemendur og kennara vanti.