Sumarleyfi starfsmanna er hafið. Kennarar fóru flestir í sumarfrí um 20. júní og aðrir starfsmen eru að ljúka störfum. Skrifstofur skólans verða lokaðar í júlí og fram til 12. ágúst. Erindi til skólans má senda á netfangið ma@ma.is.

Talsverðar framkvæmdir verða í skólanum í sumar líkt og venjulega og vinna er hafin við ýmislegt viðhald og endurbætur. Ný ljós verða sett upp á Langa gangi í Gamla skóla og loftið málað um leið. Syðra stigahúsið verður endurnýjað, málað og dúklagt líkt og nyrðra stigahúsið síðastliðið sumar. Gólf í Meistarastofu verður lafgfært og þar verður málað og dúklagt eins og í vinnuherbergi enskukennara. Fáeinir ofnar verða endurnýjaðir í Gamla skóla, snyrtingar í Möðruvallakjallara verða endurgerðar og lagfærðar. Sett verður upp lýsing á bílastæðinu við Gamla skóla

Myndin var tekin á Langa gangi í Gamla skóla í gær. Það er óvenjuleg sýn að horfa eftir myndalausum ganginum með rússneskri lýsingu, en allt verður komið á sinn stað þegar skóli verður settur föstudaginn 13. september í haust.