- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hús skólans eru lokuð í sumarleyfum starfsmanna. Lokað er í júlímánuði og fram undir miðjan ágúst, skrifstofur skólans verða opnaðar á ný 13. ágúst. Fjármálastjóri verður að störfum að nokkru á þessum tíma, en unnt er að ná sambandi við hann í síma 455 1554 eða í tölvupósti gunnark@ma.is. Bréf og önnur gögn til skólans má setja í póstlúgu við inngang í kennarstofu MA í Gamla skóla - að húsabaki (til hægri á mynd). Þá má senda erindi til skólans í tölvupósti ma@ma.is.
Sumarleyfið er rækilega notað til að lagfæra og endurbæta hús skólans. Haldið er áfram að endurbæta glugga í Gamla skóla og þar eru stigar milli hæða teknir í gegn, styrktir og gerðir upp auk þess sem gólf í tveimur kennslustofum verða endurgerð. Skipt verður um lýsingu í vinnuaðstöðu kennara Undir Svörtulöftum og einnig í þreksal Íþróttahússins. Á Möðruvöllum verður aðstaða stærðfræðikennara endurbætt og skipt verður um ljós og loftklæðningu á 2. og 3. hæð.