Síðasti söngsalur 2010
Síðasti söngsalur 2010

Síðustu söngvar fjórðubekkinga voru í morgun á Sal í Gamla skóla. Það er hefð að síðasta kennsludag komi þeir saman á Sal og syngi, það er upphaf kveðjuathafnar þeirra.

Í gær var sparifatadagur fjórða bekkjar. Þá komu þeir í sparifötunum í skólann og buðu kennurum að drekka með sér kaffi og njóta veitinga á Gamla Sal. En síðasti söngsalurinn á síðasta degi í skólanum er ljúfsár og samkenndin var mikil. Í þetta sinn vill svo til að í hópnum eru tveir píanóleikarar sem gegnt hafa embætti konsertmeistara skólans, Axel Ingi Árnason og Þorvaldur Örn Daviðsson, og þeir stýrðu söngnum af mikilli festu.

.