Fyrsti bekkurinn á kjörnámsbraut í sviðslistum að lokinni sýningu á lokaverkefni þeirra, ásamt Völu …
Fyrsti bekkurinn á kjörnámsbraut í sviðslistum að lokinni sýningu á lokaverkefni þeirra, ásamt Völu Fannell fyrsta verkefnisstjóra brautarinnar og Ingunni Elísabetu Hreinsdóttur núverandi verkefnastjóra.

Á alþjóðlegum degi kennara ár hvert eru kynntar tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna sem veitt verða veitt á Bessastöðum 5. nóvember.

Í ár er kjörnámsbraut í sviðslistum við MA tilnefnd í flokknum Þróunarverkefni. Þetta er sannarlega mikil viðurkenning fyrir þá frumkvöðla sem komu að hönnun brautarinnar og kennslu og ekki síður nemendum. Fyrsti árgangurinn brautskráðist 2023. Vala Fannell, leikari og leikstjóri, vann að uppbyggingu brautarinnar og stýrði henni í byrjun og skrifaði hún meistaraprófsritgerð sína frá Listaháskóla Íslands um þróun brautarinnar (sjá hér). 

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk sérstakra hvatningarverðlauna:

  1. Skólastarf eða menntaumbætur
    Skóli eða önnur menntastofnun, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
  2. Kennari
    Verðlaun veitt kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
  3. Þróunarverkefni.
    Þróunarverkefni sem stenst ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu.
  4. Iðn- eða verkmenntun.
    Kennari, námsefnishöfundur, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða annað framlag til iðn- eða verkmenntunar.

Sjá tilnefningarnar hér.  MA óskar öllum tilnefndum innilega til hamingju.