Líkamsþyngd nemenda var gerð að umfjöllunarefni í skólablaði MA árið 1933
Líkamsþyngd nemenda var gerð að umfjöllunarefni í skólablaði MA árið 1933

Af 170 skrásettum nemendum skólans hafa 159 verið tvívegis vegnir af skólalækni, að venju.

Þannig hefst greinarkorn Hauks Helgasonar um þyngd nemenda Menntaskólans á Akureyri vorið 1933. Greinin ber yfirskriftina Lauslegur samanburður á þyngd skólanema. Af þeim 159 nemendum sem voru þyngdarmældir höfðu 139 þyngst þegar mæling fór fram í seinna skiptið. Ellefu nemendur léttust. Einn stóð í stað.

Greinarhöfundur fer yfir meðalþunga einstakra bekkja. Skólaárið 1932-1933 voru sex bekkjardeildir við skólann. Í 2. og 3. bekk voru tveir hópar, A og B. Nemendur í sjö af átta bekkjum skólans þyngdust á milli mælinga. Í einum bekk lækkaði talan þ.e. hjá elstu nemendunum. Nýnemar þyngdust hlutfallslega mest. Í einum bekk þyngdust allir.

Líkamsþyngd nemenda á heimavist jókst meira en þyngd þeirra sem bjuggu í heimahúsum og drengir í skólanum bættu á sig meiri þyngd en stúlkur. Samanlagður þungi nemendanna 159 var 10.642,3 kílógrömm.

Svo mörg voru þau orð.

 

Heimild: Muninn 6. árgangur, 7.-8. tbl.