- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær var góður hópur kennara MA á námskeiði í notkun námsumhverfisins Moodle, og naut leiðsagnar tveggja kennara sem færðu sig við upphaf þessa skólaárs úr MA í Menntaskólann á Tröllaskaga. Moodle er ókeypis hugbúnaður en að undanförnu hefur skólinn tekið upp Open Office og viðlíka ókeypis tól í stað þeirra, sem áður voru notuð og þurfti að greiða af talsverð notkunargjöld.
Harpa Jörundardóttir og Valgerður Ósk Einarsdóttir komu utan úr Ólafsfirði til að segja kennurum í MA til um Moodle, og kynntu hvernig þetta kerfi er notað í skólanum og hver munur er á því og hinu, sem áður var notað í MA, Angel.