- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í auglýsingasálfræði SÁL-403 í MA hafa í vetur unnið að margvíslegum verkefnum, en afurðir þeirra eru nú til sýnis í skotinu til hliðar við stofu H5. Þetta eru auglýsingamöppur nemenda, ákaflega margvíslegar. Möppurnar eru samantekið yfirlit og greining á þeim þáttum sem stjórna vali okkar, neyslu og ákvarðanatöku. Auglýsingasálfræðin er hluti félagssálfræðinnar og leitast við að skýra neyslumenningu, boðleiðir og hópkennd. Möppurnar verða til sýnis fram á föstudag 14. maí. Þeim má fletta en fara þarf um þær mjúkum höndum.