- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Viðarstaukur fór fram í gærkvöldi 13. október í Kvosinni í MA. Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil og TÓMA (Tónlistarfélag MA) sér um. Að þessu sinni voru alls tíu atriði og lék húsband skólans undir. Ylfa Marín Kristinsdóttir 1FL var í þriðja sæti, Þröstur Ingvarsson 3L í öðru sæti og sigurvegarnir voru systkinin Eysteinn Ísidór Ólafsson 3U og Lilja Gull Ólafsdóttir 1U. Þau fluttu sonötu fyrir fiðlu og píanó eftir Dvořák - með tvisti. Keppnin var vel sótt og stemning í salnum.