- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólafélagið Huginn hefur ákveðið að taka ekki þátt í söngkeppni framhaldsskólanna að þessu sinni. Þegar hafa sex skólar sagt sig frá keppni. Stjórn Hugins birti eftirfarandi tilkynningu á vefsíðu sinni í dag:
Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á Söngkeppni framhaldsskólanna. Í ár hafa orðið enn frekari breytingar sem fela í sér að einungis 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni. Þetta hefur orðið til þess að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur þegar dregið sig úr keppninni og ætlum við í Menntaskólanum á Akureyri að gera slíkt hið sama.
Fyrirkomulagi keppninnar í ár er þannig háttað að allir skólar borga þátttökugjald óháð því hvort þeir komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki. Þeir skólar sem svo fá tækifæri til að flytja atriði sitt í keppninni þurfa svo að greiða frekara þátttökugjald auk þess að vera skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.
Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna. Líkt og Þórduna (í VMA) hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.
Auk Menntskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri hafa samkvæmt fréttum RÚV og netmiðla í dag eftirfarandi skólar sagt sig frá keppni: Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.
Nemendafélög þessara skóla hafa samkvæmt fréttum gagnrýnt kostnað við keppnina, að öllum 30 skólunum sé gert að greiða þátttökugjalt en einungis 12 þeirra fái að taka þátt í keppninni. Sumum hefur orðið á orði að það sé undarlegat að þurfa að borga fyrir að vera eki með. Flest bendir til að einmitt þessi takmörkun á þátttakendum vegi hærra en þátttökugjaldið eitt, svo og ýmsar aðrar reglur, eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Þá hafði verið rætt um að halda keppnina að þessu sinni á Akureyri en horfið var frá því með gamalkunnri vísun til of mikils kostnaðar við að þurfa að fara með tæki og starfsfólk út fyrir Reykjavík.