- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Annarlok þýða yfirleitt mikið álag fyrir nemendur og kennara, önninni lýkur með 6 daga próftörn en dagana á undan er keppst við að skila verkefnum og ljúka símatsáföngum. En þrátt fyrir annir má ekki gleyma samveru og skemmtun, í síðasta tíma hjá Bjarna Guðmundssyni sál- og siðfræðikennara var t.d. spiluð félagsvist af miklum móð. Nemendur héldu fullveldissöngsal 4. desember og í morgun var svokallaður gleðidagur, en þá tekur stjórn skólafélagsins á móti nemendum með gleði og einhverjum glaðningi þegar þeir mæta í skólann. Haustblað Munins, skólablaðsins, kom út í löngu frímínútunum föstudaginn 7. desember og þær frímínútur er óvenjulega mikið lesið. En framundan eru nokkrir dagar í prófum og að bak próftíðar bíður langþráð jólafrí.