Morfís-lið MA
Morfís-lið MA

Þessar vikurnar er margvísleg keppni í gangi hjá nemendum, Gettu betur, Morfís, efnafræði, enskar ræður og þýskuþraut, svo eitthvað sé nefnt, og þá má ekki gleyma söngeppni, stærðfræði og eðlisfræði. Eins og á þessu sést er stundum keppt í einhverju námstengdu og stundum ekki.

Sagt hefur verið frá Gettu betur og Söngkeppni MA en líka er vert að geta þátttöku nemenda í Morfís. Þar var lið MA í 16 liða úrslitum og keppti hér í MA á móti ME og umræðuefnið var Fordómar. Því míður fór svo að lið okkar mátti lúta lægra haldi fyrir Egilsstaðamönnum með fárra stiga mun. Í liði MA voru Karólina Rós Ólafssdóttir 2.A frummælandi, meðmælandi var Steinunn Halldóra Axelsdóttir 2.A og stuðningsmaður var Lovísa Helga Jónsdóttir 2.A. Ríkey Þöll Jóhannesdóttir 3.E.

Forkeppni í efnafræði var á þriðjudaginn var og þýskuþrautin í gær. Að vísu vildi svo til að enginn nemandi tók þátt í þýskunni að þessu sinni, og er þar skarð fyrir sildi

Síðastliðinn laugardag, 21. febrúar, var haldin árleg ræðukeppni Félags enskukennara á Íslandi í samstarfi við The British Council á Íslandi. Rétt eins og undanfarin ár sendi MA fulltrúa sinn í keppnina sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Sólveig Rán Stefánsdóttir nemandi í 4.T keppti fyrir hönd MA. Skemmst er frá því að segja að Sólveig Rán komst í úrslit. Þó sigurinn hafi ekki fallið í MA í skaut að þessu sinni hlaut okkar kona verðlaun fyrir góða frammistöðu. Ræða Sólveigar fjallaði um hversu mikilvæg forvitnin er, ekki einungis til að draga úr fáfræði heldur líka leiðir forvitnin til framfara í vísindum og tækni.

MA óskar Sólveigu Rán til hamingju með frábæran árangur og þakkar henni fyrir að fara fyrir hönd skólans.

Á myndinni eru Bogi Ágústsson stjórnandi keppninnar og breski sendiherrann Stuart Gill ásamt keppendum í úrslitunum:
Enskuræðukeppni