- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Marga nemendur klæjar í fingurna að byrja í skólanum á ný. Nú er bara vika til stefnu, skólinn verður settur mánudaginn 15. september klukkan 9.30.
INNA hefur verið opnuð nemendum og nú geta þér skoðað bekki sína og stundaskrár og glöggvað sig enn frekar á bókalistum, og fleiri upplýsingar er þar að fá.
Upplýsingar um skólann fyrir nýnema og forráðamenn þeirra hafa verið sendar út. Þær má einnig nálgast í pdf-skjali á vefnum undir tenglinum Til nýnema, hér til hægri á forsíðunni. Þarna eru saman komnar margvíslegar upplýsingar um skólann og fyrirkomulag hans, helstu reglur, svo og þá þjónustu sem í boði er. Mjög nauðsynlegt er að allir, bæði forráðamenn og nemndur sjálfir, lesi þessar síður vel og vandlega.
Skólinn verður sem fyrr segir settur á mánudaginn í næstu viku klukkan 9.30 á Sal í Kvosinni á Hólum. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur 1. og 2. bekkjar umsjónarkennara sína. Þá verður einnig kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema og þeir hitta jafnframt umsjónarkennarana.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 16. september klukkan 8.15.
Nemendur fjórða bekkjar eru nýkomnir úr ferð sinni til Krítar, heilir á húfi, og búa sig undir að taka vel á móti nýnemum með góðlátlegum skemmtiatriðum. Busavígslan verður miðvikudaginn 17. september.