- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
15 nemendur í fórða bekk MA leggja nú stund á þjóðhagfræði en áður hafa þer lokið tveimur áföngum í rekstrarhagfræði. Í þjóðhagfræðinni er tekið á ýmsum mikilvægum þáttum eins og tekjum og gjöldum í hagkerfinu, landsframleiðslu, neysluverðsvísitölu, atvinnuleysi, hagvexti og mörgu öðru.
Heimsóknir út í atvinnulífið hafa verið liður í því að dýpka skilning nemenda á fræðunum og í síðasta mánuði bauð forstöðumaður Vinnumálastofnunar hópnum í heimsókn og kynnti þjónustu stofnunarinnar, aðgerðir stjórnvalda til að sporna við atvinnuleysi og sýndi helstu hagtölur sem snúa að atvinnuleysi. Nú í vikunni heimsótti hópurinn ráðhúsið og fræddist um rekstur sveitarfélags með því að hlýða á tvö afar áhugaverð erindi frá fjármálastjóra bæjarins og bæjarstjóra.
Framundan eru umfjöllun um sparnað, fjárfestingar og fjármálakerfið og hópurinn hlakkar til að heimsækja KEA og fá tækifæri til að læra enn meira um hvernig hin ýmsu lögmál hagfræði virka og eru notuð í atvinnulífinu.
Fásögn og myndir: Erla Björg Guðmundsdóttir kennari í þjóðhagfæði