- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hópur Þjóðverja kom hingað til Akureyrar í gærkvöld. Þetta eru nemendur og kennarar frá Potsdam, sem eru í samskiptaverkefni um ungt fólk og ferðamál með nemendum í MA. í hópnum eru 20 nemendur frá TÜV ferðamálaskólanum í Potsdam og þrír kennarar þeirra, en hópurinn verður við verkefnavinnu hér á Akureyri og í Mývatnssveit í komandi viku.
Þessi koma Þjóðverjanna er síðari hluti verkefnisins, en jafnstór hópur nemenda og kennara úr MA fór til Þýskalands í nóvember síðastliðnum til að vinna fyrri hluta verkefnisins. Hóparnir vinna saman hér og hefja störf í dag.
Í gær var tekið á móti Þjóðverjunum með kakói og kleinum í Jónasarlundi í Öxnadal. Þar var logn og hríðarmugga, en veðurspáin um helgina er annars slæm. Hún raskar þó vonandi ekki að kalla verkinu sem þetta unga fólk ætlar að vinna.
Myndirnar voru teknar þegar Þjóðverjarnir komu í Jónasarlundinn í gær.