Á Bókasafni MA er veitt margvísleg þjónusta. Meðal annars má nefna:

  • Ljósritun:  Á Bókasafni er hægt að kaupa kort sem ganga að ljósritunarvélinni við hljómbúrið í Kvosinni.

  • Kennsluaðstaða: Á safninu er hægt að hafa heila bekki í verkefnavinnu í norðurhluta salarins. Kennarar þurfa að hafa samband við bókaverði og panta þessa aðstöðu.
  • Safnkennsla: Á hverju hausti koma nemendur 1. bekkjar og fá leiðsögn um notkun Bókasafns MA hjá bókavörðum.
  • Aðstoð við heimildaleit og upplýsingaöflun: Þegar unnið er að sérstökum verkefnum eru jafnan teknar til bækur sem tengjast efni verkefnanna og hafðar á sérstökum stað á safninu nemendum til afnota þar. Á meðan verkefnavinnan stendur eru þær bækur ekki lánaðar út af safninu.
  • Útlán: Hægt er að fá flestar bækur lánaðar út, þó eru handbækur og orðabækur ekki lánaðar út. Bókasafnskort eru ekki fáanleg eins og er en þegar Gegnir verður tekinn í notkun verða gegniskort notuð, en verið er að færa safnkostinn yfir á Gegni - landskerfi. Lánuð bók er skráð á lánþegann, sem ber ábyrgð á bókinni á meðan, og jafnframt því að bókinni sé skilað á tilsettum tíma.
  • Fundir og verkefnavinna: Í Ljóðhúsi er aðstaða til að halda fámenna fundi eða vinna verkefni af ýmsu tagi. Ljóðhús þarf að panta fyrir fram hjá bókavörðum.
.