- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þórir Haraldsson líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri lést í gærkvöldi eftir baráttu sína við krabbamein.
Þórir fæddist á Dalvík 12. október 1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1968, lauk BS-námi í líffræði frá Háskóla Íslands 1972 og auknu BS-prófi í líffræði frá sama skóla 1979 auk prófs í uppeldis- og kennslufræðum 1978. Þórir kenndi við Menntaskólann á Akureyri frá 1973 uns hann lét af störfum á síðastliðnu hausti.
Meðfram störfum sínum sem menntaskólakennari sinnti Þórir lengi vel ýmsum rannsóknarstörfum, meðal annars fyrir Náttúrufræðistofnun Norðurlands.
Kona Þóris er Una Sigurliðadóttir. Dætur þeirra eru þrjár, Rósa Rut, Inga Jóna og Ása Vala.
Menntaskólinn á Akureyri þakkar Þóri tryggð og vel unnin störf í fjóra áratugi og sendir öllum aðstandendum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans.