Þorrastefna í Möðruvallakjallara
Þorrastefna í Möðruvallakjallara

Í dag er Þorrastefna í MA og kennarar vinnna að hugmyndum að skóla með sveigjanlegum námstíma. Jafnframt verður haldið áfram frá haustfundi og dr. Ársæll Már Arnarson ræðir við kennara og starfsfólk í erindi sem hann kallar Aftur til nemanda framtíðarinnar. Að lokum verður þorramatur í Mötuneyti MA og í framhaldi af því vinnufundir í námsgreinum til undirbúnings nýrri önn.