Reglulegum haustannarprófum er lokið, en í dag og á morgun eru sjúkrapróf. Kennarar vinna að uppgjöri próftíðar og undirbúa kennslu á vorönn. Þorrastefna starfsmanna skólans verður miðvikudaginn 27. janúar og vinnufundur kennara verður í framhaldi af henni.

Þorrastefnan hefst kl. 9 með fyrirlestri Þórhildar Þórhallsdóttur um áhrif breytinga, en eins og kunnugt er unnið að nýrri námskrá MA þessi misserin. Að erindi Þórhildar loknu loknu verða kynntir nýir, endurskoðaðir námsferlar. Sameiginlegri þorrastefnu allra starfsmanna lýkur með þorramat í mötuneyti Heimavistar.

Eftir hádegið halda kennarar áfram á vinnufundi, fyrst sameiginlegum en að honum loknum verður hópnum tvískipt, eftir nýjum sviðum (menningarsviði og raungreinasviði). Gert er ráð fyrir að fundum ljúki um klukkan 15.

.