- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Meðal fjölmargra verkefna sem nemendur vinna í náttúrulæsi í fyrsta bekk eru svonefnd skapandi verkafni. Þá vinna nemendur yfirleitt í 2-3 manna hópum að einhverjum skapandi viðfangsefnum sem tengjast einkennisgreinum náttúrulæsisins. Oftast hafa nemendur gert myndbönd og brugðið sér í hlutverk leikara og söngvara með vísindalegu ívafi, en hugmyndaauðgin er nánast ótakmörkuð.
Fyrstu skapandi verkefnin sem skilað var á þessari önn voru bökunarverk. Annars vegar var líffræðileg kaka með sykurhjúp sem sýndi hafið og þar á ofan var listilega gerð sykurmynd af þorski og innyflum hans og rækilega merkt með fánum hvað hver hluti fiskins, ytra sem innra heitir. Hin tertan var súkkulaðieldfjall með glóandi hraunstraumum yfir mosavaxið eldra hraun, táknmynd eldgossins í Holuhrauni, en nýja hraunið fékk endanlega nafn þess gamla í gær.
Nemendum í náttúrulæsi gafst kostur á að bragða þessar dísætu og vel gerðu tertur í Kvosinni í gær og njóta verka þeirra sem lögðu list sína í verkið.