- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Verðlaunaafhending Ungskálda á Akureyri fór fram á Amtsbókasafninu í gær, fimmtudaginn 9. desember. Þetta er árlegt samstarfsverkefni MA, VMA, Amtsbókasafnins á Akureyri, Ungmennahússins í Rósenborg og Akureyrarbæjar þar sem ungmenni á aldrinum 16-25 ára fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðju, kaffihúsakvöldi og ritlistarsamkeppni. Í ár bárust alls 52 verk frá 29 höfundum, og voru úrslit eftirfarandi:
Í 3. sæti var Þorbjörg Þóroddsdóttir 2L með verkið Mandarínur
í 2. sæti var Halldór Birgir Eydal nemandi í VMA með verkið Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt
og í 1. sæti var Þorsteinn Jakob Klemenzson 2A með verkið Vá hvað ég hata þriðjudaga
Glöggir lesendur taka eftir því að tveir nemendur skólans eiga verðlaunaverk í ár og við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn!
Sjá líka Þorsteinn Jakob er ungskáld Akureyrar 2021 | Akureyrarbær (akureyri.is)
Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir