- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 3. bekk leggja af stað í náms- og starfskynningarferð til Reykjavíkur í dag. Sumir völdu að fara á eigin bílum en allir voru hvattir til að fara með rútunni sem leggur af stað kl. 14 frá heimavistinni. Komið verður heim á laugardag, brottför rútunnar frá BSÍ er kl. 17.00.
LMA rútan fer frá heimavistinni kl. 19.20 á fimmtudag.
Þessi ferð er liður í áfanganum Náms- og starfsval. Nemendur skipuleggja sjálfir heimsóknir í ýmsar stofnanir og á vinnustaði fimmtudag og föstudag en á laugardag er svo Háskóladagurinn, kynning á námi í öllum 7 háskólunum á landinu, auk ýmissa erlendra námsleiða. Kennarar í áfanganum eru Anna Sigríður Davíðsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Rannveig Ármannsdóttir og þær fylgja hópnum suður. Ekki komast allir nemendur til Reykjavíkur og þeir fara þá í starfskynningar á Akureyri og í nágrenni.