- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þrír nemendur úr MA eru í hópi þeirra fimmtán sem best stóðu sig í landskeppninni í efnafræði og halda áfram í lokakeppnina. Alls tóku þátt í keppninni 109 nemendur úr 11 framhaldsskólum. Agnes Eva Þórarinsdóttir í 4T er í efsta sætinu, en auk hennar eru í fimmtán manna hópnum Hákon Valur Dansson í 3TX og Sunna Björnsdóttir í 4U.
Þessum fimmtán nemendum er boðið til úrslitakeppni í fræðilegri (60%) og verklegri (40%) efnafræði, sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 17.-18. mars næstkomandi.
Fjórum efstu keppendunum í úrslitunum verður boðið að keppa á Ólympíuleikunum í efnafræði sem verða í Washington DC í Bandaríkjunum 21.-30 júlí 2012. Hægt er að finna nánaru upplýsingar um Ólympíukeppnina á: http://www.icho2012.org. Þar er jafnframt hægt að sjá efnisatriðalista og undirbúningsdæmi fyrir Ólympíukeppnina 2012.