Frönsk fæðing frelsarans
Frönsk fæðing frelsarans

Nemendur í TUN2A050, sem er fyrsti áfanginn á tungumálalínu samkvæmt nýju námskránni, sýndu í morgun jólaþemaverkefni sín í sameiginlegum tíma á Sal í Gamla skóla. Um er að ræða nemendur sem ýmist hafa frönsku eða þýsku að aðalmáli, en að þessu sinni var ákveðið að hafa sameiginlegan jólatíma þar sem skoðað var hvað gert er í hvoru horni og nokkrir aðkomuáhorfendur fylgdust með. Frönskunemendurnir eru níu en þýskunemendurnir 20 talsins.

Þarna á Gamla Sal var jólaguðspjallið leikið á frönsku, Heims um ból sungið á frönsku og spilað undir á hljóðfæri. Boðið var upp á franska súkkulaðiköku með rjóma og fjórar mismunandi þýskar jólasmákökusortir og nemendur sýndu myndbönd eða veggspjöld með lýsingum á bakstrinum. Þarna voru tveir hópar sem kynntu þýskt jólaskraut, einn hópur sýndi myndband úr nýlegri Berlínarferð sinni og heimsókn á jólamarkað. Einn nemandi bjó til útvarpsþátt með þýskum jólalögum og O Tannenbaum var sungið á þýsku.

Nokkrar myndir voru teknar, sérstaklega í franska hluta samkvæmisins.