Fabio og Sandro kenna þýsku með tónlist
Fabio og Sandro kenna þýsku með tónlist

Í dag komu í heimsókn í MA kunnuglegir gestir, Þjóðverjarnir Fabio og Sandro. Þeir ferðast um heiminn og vinna að því að efla þýskunám í skólum og nota við það óhefðbundnar aðferðir.

Fabio og Sandro koma hingað á vegum Goethe-stofnunarinnar og takmark þeirra er að auka áhuga á þysku með því að vinna með nemendum að tónlistarverkefnum, en þeir eru þeir báðir menntaðir tónlistarkennarar. Þeir koma með margvísleg tæki með sér og fá nemendur til að vinna með sér að því að taka upp tónlist. Inn í þetta flétta þeir bæði þýskan orðaforða og tónlistarfræði margvíslega.

Í þetta sinn voru þeir félagar hér aðeins einn dag, en á morgun fellur kennsla niður vegna haustþings framhaldskólakennara. Í fyrra komu þeir og unnu með blönduðum hópi nemenda í tvo dagparta. Að þessu sinni voru með þeim nemendur í 3. og 4. bekk málabrautar.