Nemendurnir 21 og kennararnir 3 sem eru í samskiptaverkefni við TÜV ferðamálaskólann í Potsdam í Þýskalandi lögðu af stað frá Akureyri klukkan hálfátta á mánudagsmorgun og óku rakleitt til Keflavíkur, fóru þaðan fljúgandi til Berlínar og voru komnir þangað um klukkan 20 að íslenskum tíma. Gestgjafarnir tóku á móti nemendum á Schönefeldflugvelli. Eftir stuttan nætursvefn komu svo allir í skólann klukkan 8 á þriðjudagsmorgun og fóru í kennslustundir en síðan hittist verkefnishópurinn allur og fór yfir skipulagið og vinnuna fram undan. Að því loknu var farið í göngufeð um Potsdam. Í gærmorgun var farið í kynnisferð um austurhluta Berlínar og síðdegis haldið áfram í verkefnum. Fram undan eru, auk vinnu í skólanum, fleiri skoðunar- og kynnisferðir og á laugardag verða íslensku krakkarnir með fjölskyldum gestgjafanna.
Öllum líður vel og gleði ríkir í hópnum og við sendum bestu kveðjur heim.
.