Hermann Sausen, Ágúst Þór og Rannveig
Hermann Sausen, Ágúst Þór og Rannveig

Þýski sendiherrann Hermann Sausen kom í heimsókn í MA í morgun og leit meðal annars inn í tíma hjá 2. bekk C og spjallaði þar um stund. Að því loknu fór hann ásamt þýskukennurum í skoðunarferð um skólann og meðal annars á fyrirlestur Davíðs Stefánssonar á degi íslenskrar tungu.

Sendiherrann kom í fylgd þýska konsúlsins á Akureyri, Ágústs Þórs Árnasonar, sem í dag heldur fyrirlestur um Nonna og Manna og Erich Kästner. Dagurinn í dag er einmitt fæðingardagur Jóns Sveinssonar Nonna auk þess að vera dagur Jónasar Hallgrímssonar sveitunga hans.

Myndin af Hermann Sausen, Ágústi Þór Árnasyni og Rannveigu Ármannsdóttur þýskukennara er tekin á kennarastofunni, en samkennarar hennar voru roknir í tíma.