Þýskaland
Þýskaland

Árlega er í framhaldsskólum á Íslandi haldin svokölluð þýskuþraut og algengt er að nemendur MA standi sig vel í henni. Hún verður í næstu viku.

Félag þýskukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema um dvöl í Þýskalandi. Í verðlaun eru þriggja til fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi sumarið 2013 með mikilli dagskrá. Einnig verða veitt bókaverðlaun.

Nemendur MA hafa oft á undanförnum árum farið til Þýskalands vegna góðrar frammistöðu í þýskuþrautinni og hlotið fjölda annarra viðurkenninga. Á http://www.ki.is/Pages/3762 getið þið lesið spennandi ferðasögur.

Í MA fer þýskuþrautin fram miðvikudaginn 27. febrúar kl. 10:45 – 12:15 í stofu G28.

Þýskukennarar veita nánari upplýsingar.