Þýskaland í fánalitum
Þýskaland í fánalitum

Félag þýskukennara á Íslandi efnir til Þýskuþrautar 2014 fimmtudaginn 6. mars. Hér í Menntaskólanum á Akureyri fer þrautin fram á Norðursal í Gamla skóla.

Þátttökurétt eiga nemendur sem eru íslenskir rikisborgarar, fæddir á árabilinu 1995-1998, hafa lært þýsku a.m.k. eitt ár og eiga eftir a.m.k. eina önn í skólanum, hafa ekki verið langdvölum í þýskumælandi landi, hafa þýskukunnáttu sína úr skólanum og hafa ekki áður þegið styrki frá Þýskalandi. Nánari upplýsingar gefa þýskukennarar skólans.

Verðlaun fyrir bestan árangur í þrautinni eru 3-4 vikna dvöl í Þýskalandi í sumar með mikill dagskrá. Einnig eru veitt bókaverðlaun.

Nemendur MA hafa stundum unnið til Þýskalandsferðar. Á þessari vefsíðu (http://www.ki.is/Pages/3762) er hægt að lesa spennandi ferðasögur.

Þýskukennarar hvetja nemendur til að spreyta sig á Þýskuþraut.