- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þýskuþraut fer fram í næstu viku. Þrautin er haldin á vegum Félags þýzkukennara í öllum framhaldsskólum landsins.
Í verðlaun eru ferðir til Þýskalands með mikilli dagskrá sumarið 2021 ef aðstæður leyfa. Auk þess verða veitt bókaverðlaun.
MA nemendur hafa oft staðið sig vel í þrautinni og hlotið fjölda viðurkenninga.
Þýskukennarar hvetja nemendur sem lært hafa þýsku í a.m.k. eitt ár til að taka þátt og líka þá sem lokið hafa sínu þýskunámi.
Nánari upplýsingar eru á auglýsingum sem hanga á auglýsingatöflum og hjá þýskukennurum.
Þrautin fer fram hér í MA miðvikudaginn 24. mars kl. 10-11.30 í stofu G15.