Félag þýskukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema um dvöl í Þýskalandi. Í verðlaun er þriggja til fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi sumarið 2011 með mikilli dagskrá. Einnig verða veitt bókaverðlaun.

Nemendur MA hafa oft á undanförnum árum farið til Þýskalands vegna góðrar frammistöðu í þýskuþrautinni og hlotið fjölda annarra viðurkenninga. Í fyrrasumar dvaldi Eva María Ingvadóttir í 4. U í fjórar vikur í Þýskalandi og lét afar vel af dvöl sinni eins og lesa má um í grein sem hún skrifaði eftir heimkomuna.

Í MA fer þýskuþrautin fram miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10:45 ? 12:15 í stofu G28.

.