- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag 5. október er alþjóðlegur dagur kennara, Kennaradagurinn. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) heldur upp á daginn í samstarfi við Alþjóðasamtök kennara (EI) og Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO). Í dag er þess minnst að 57 ár eru síðan UNESCO og ILO settu fram tilmæli um stöðu kennara sem svo voru samþykkt. Tilmælin fólu m.a. í sér viðmið um réttindi og skyldur þeirra, menntun og vinnuaðstæður svo eitthvað sé nefnt. Alþjóðlegur dagur kennara er vettvangur til að benda á þær áskoranir sem lærdómssamfélagið stendur frammi fyrir hverju sinni. Að þessu sinni er þemað: „Kennararnir sem við þurfum fyrir menntunina sem við viljum“ (The teachers we need for the education we want - UNESCO). Áherslan er á kennaraskort á heimsvísu og leiðir til að snúa þeirri þróun við. Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið daginn hátíðlegan frá árinu 1994.