Mynd tekin af kynningarvef
Mynd tekin af kynningarvef

Eftir sólríkasta sumar í mannaminnum taka nemendur þriðja bekkjar sig til og stefna á Benidorm á Spánarströnd. Hópurinn sem fer er stór, tæplega 160 manns. Lagt verður af stað á mánudaginn, 3. september, og komið til baka á skólasetningardegi, 13. september.

Með nemendum í för eru þrír kennarar, Guðjón Andri Gylfason, Ghasoub Abed og Arna Einarsdóttir og einnig Samúel Björnsson sambýlismaður hennar. Krakkarnir eru því í góðum höndum.

Skólinn óskar Spánarförum góðrar ferðar, væntir þess að þeir fari varlega og komi allir heilir heim.