Kennarar eru komnir til starfa og þeir og annað starfsfólk skólans hófu starfsdaga og vinnu við lok undirbúnings annarinnar nú í morgun.

Fyrsti liður í dagskránni er erindi Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors við Háskóla Íslands um það hvort prófhefðir standi í veginum fyrir aukinni fjölbreytni í kennslu og námsmati. Síðan verða fundir og kynningar og starfsdögunum lýkur með húsþingi á miðvikudag.

Skólinn verðir settur fimmtudaginn 8. september klukkan 9.30.